Auglýsing

Píratar ennþá langstærsti flokkurinn: Með meira fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir til samans

Píratar halda áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi. Píratar mælast með 34,1% fylgi og myndu ná 24 mönnum inn á þing, ef kosið væri nú. Þetta kom fram í tíufréttum RÚV.

Sjá einnig: Fimm ástæður fyrir því að Helgi Pírati er glaðasti hundur í heimi

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23% fylgi og Framsókn 8,9%. Samfylkingin mælist með 12,4% flygi, VG með 9,8% og Björt framtíð með 7,4%. 4,3% segja að þau myndu kjósa aðra flokka.

Sjálfstæðisflokkur fengi 15 þingmenn kjörna, Framsókn fimm, Samfylkingin átta, VG sex og Björt framtíð fimm.

Athygli vekur að samkvæmt könnuninni mælast Píratar með um 40% fylgi í báðum Reykjavíkurkjördæmunum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing