Auglýsing

Leggja fram tillögu um vantraust á Hönnu Birnu

Píratar hafa sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að flokkurinn hyggst leggja fram tillögu um vantraust á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra. Fram kemur í tilkynningunni að ljóst sé að ráðherra sé vanhæf og rúin trausti.  Hvað þýðir þetta? Vantrauststillaga er ályktun um að ríkisstjórn í heild eða einstakir ráðherrar njóti ekki stuðnings þingsins og beri því að segja af sér. Hanna Birna þarf því að segja ef sér ef meirihlutastuðningur er fyrir tillögunni, sem verður reyndar að teljast ólíklegt. Þing kemur saman 9. september og býst Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, við að tillagan verði tekin fyrir á fyrstu dögum þingsins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing