Auglýsing

Píratar setja skilyrði um styttra kjörtímabil, Bjarni segir samstarf Sjálfstæðisflokks og Pírata ólíklegast

Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, segir flokkinn setja þau skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi að kjörtímabilið verði styttra en þrjú og hálft ár en það er allajafna fjögur ár. Það geti verið eitt og hálft ár eða tvö og hálft ár.

Þetta kom fram í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

Sjá einnig: Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi í nýrri könnun, fleiri taka afstöðu en áður

Píratar hafa síðustu daga átt í viðræðum við Bjarta framtíð, Samfylkingu, Vinstri græn og Viðreisn um mögulegt stjórnarsamstarf að loknum kosningum. Greint verður frá niðurstöðum viðræðnanna á morgun, fimmtudag.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig gestur þáttarins. Hann sagðist telja ólíklegast að flokkurinn nái saman við Pírata en líklegast væri að samstarf gengi upp með Framsókn, Viðreisn og Bjartri framtíð.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing