Auglýsing

Pirraðir landverðir þurftu að afmá tittling í Hverfjalli: „Það er óhætt að segja að landverðir kjósi sér önnur verkefni“

Landverðir í Mývatnssveit hafa staðið í ströngu í sumar við að afmá áletranir í gíg Hverfjalls við Mývatn. Ferðamenn hafa í gegnum áratugina skemmt sér við það að skrifa áletranir og gera listaverk í gíg fjallsins.

Algengt er að fólk skrifi nöfn og ástar­játn­ing­ar í gíg­inn en á dögunum blasti gríðarstór tittlingur við landvörðum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. „Það er óhætt að segja að landverðir kjósi sér önnur verkefni en að hreinsa upp áletranir eftir einstaklinga og því er unnið að því að fjölga tímabundnum merkingum sem skýra reglurnar fyrir fólki,“ segir í tilkynningu frá landvörðum á Facebook.

Árið 2008 var gert stórátak og allar áletranir hreinsaðar úr gígbotninum. Honum hefur svo verið haldið við með reglubundnu eftirliti. Í sumar hefur orðið sprenging í áletrunum og hafa landverðir þurft að fara ofan í gíginn annan hvern dag að jafnaði til að hreinsa áletranir.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing