Brad Pitt og Angelina Jolie hafa komist að tímabundnu samkomulagi varðandi börnin þeirra sex. Það snýr að ráðgjöf til fjölskyldunnar og heimsóknum Pitt til barnanna. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um forsjá barnanna. People greinir frá.
Börnin sex, Maddox, Pax, Zahara, Shiloh, Vivienne og Knox verða áfram hjá móður sinni í húsnæði í Los Angeles í Bandaríkjunum. Fyrirkomulagið mun gilda í tæpan mánuð, eða til 20. október.
Pitt fær að heimsækja börnin og hafa þau Jolie komist samkomulagi að ráðgjafi verður viðstaddur heimsóknirnar. Þá hefur Pitt boðist til að gangast undir áfengis- og vímuefnapróf.
Þá hafa Jolie og Pitt ákveðið að sækja sér ráðgjöf, hvort í sínu lagi sem og fá ráðgjöf sem fjölskylda hjá sérfræðingi.
Jolie sótti um skilnað frá Pitt 19. september.