Seth Meyers sem stýrir þættinum Late Night with Seth Meyers tók fyrir „birther“ hreyfinguna svokallaða í gær. „Birther“ hreyfingin á rætur að rekja til kosningabaráttu Barack Obama árið 2008 þar sem alls kyns samsæriskenningar skutu upp kollinum þess efnis að Obama hafi ekki fæðst í Bandaríkjunum og væri því óhæfur að gegna forsetaembættinu samkvæmt stjórnarskránni. Í síðustu viku kom Donald Trump fram á blaðamannafundi til þess að tilkynna opinberlega að hann væri ekki á bakvið hreyfinguna. Þessi í stað skellti hann skuldinni á Hillary Clinton. Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá Seth Meyers andmæla þessari yfirlýsingu með margvíslegum rökum.