Auglýsing

Portishead fékk 2.500 dali fyrir 34 milljón streymi

Enn og aftur stígur fram tónlistarmaður sem er gríðarlega ósáttur við tekjur af streymi.

 

Geoff Barrow úr hljómsveitinni Portishead upplýsti á dögunum á Twitter að hljómsveit hans hafi þénað um 340 þúsund krónur fyrir 34 milljón streymi á iTunes, Youtube og Spotify.

Sjá einnig: Kæri tónlistarunnandi

Hann þakkaði útgáfufyrirtækinu Universal sérstaklega (og kaldhæðnislega) fyrir að selja tónlistina sína svona ódýrt.

https://twitter.com/jetfury/status/587744520403607552

Í kjölfarið sagðist hann ekkert hafa á móti því að streyma plötum.

„En ég er heilmikið á móti fólki sem gefur vinnuna mína.“

Tónlistarbransinn stendur frammi fyrir því í dag að streymi bjó til meiri tekjur en geisladiskar í Bandaríkjunum í fyrra.

Svo virðist sem tónlistarmenn séu ekki að njóta góðs af tekjunum af streymi í tónlistarveitum á borð við Spotify, sem segist þó hafa borgað út meira en 500 milljónir dala til réttahafa í fyrra. Það eru rúmlega 68 milljarðar íslenskra króna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing