Tónlistarmaðurinn Prince lést á heimili sínu í Mennesota í Bandaríkjunum í gær. Hann var 57 ára gamall.
Vefmiðillinn TMZ greinir frá því að læknað hafi meðhöndlað Prince eftir að hann tók of stóran skammt af lyfjum sex dögum áður en hann lést. Flugvél hans þurfti að neyðarlenda í Moline í Illionois á föstudag og læknar voru kallaðir til.
Fjölmiðlafulltrúi Prince sagði þá að söngvarinn væri með flensu en í raun var hann fluttur á spítala þar sem hann átti að dvelja í sólarhring. Hann dvaldi þar í þrjá klukkutíma.
Samkvæmt frétt Variety fannst Prince meðvitundarlaus í lyftu á heimili sínu. Endurlífgunartilraunir reyndust árangurslausar. Lögregla rannsakar nú andlát hans og krufning fer fram í dag.
Prince, sem heitir fullu nafni Prince Rogers Nelson. Hann sló í gegn árið 1982 með plötunni 1999 og er eflaust þekktastur fyrir lagið Purple Rain. Hann vann sjö Grammy-verðlaun á glæsilegum ferli sínum og seldi fleiri en 100 milljón plötur.