Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur afþakkað hund sem japanska ríkisstjórnin vildi gefa honum.
Hann á fyrir tíkina Yume sem hann fékk að gjöf frá Japan árið 2012 og var hundurinn hugsaður sem félagssskapur fyrir hana.
Ekki liggur fyrir af hverju Pútín vildi ekki hundinn.
Pútín á einnig hundinn Buffy sem hann fékk frá forsætisráðherra Búlgaríu árið 2010. Þá átti hann einnig labradorhundinn Konni en hann drapst árið 2014. Sergey Shoigu, sem núna er varnarmálaráðherra Rússlands, færði forsetanum hundinn.
Pútín tók Konni einu sinni með á fund sem hann átti með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Það hefði hann líklega ekki átt að gera þar sem Merkel er mjög hrædd við hunda.
Sumir töldu að Pútín hefði gert þetta til að ógna henni en hann segist ekki hafa vitað um hræðslu hennar.