Hljómsveitin Quarashi kemur fram á Þjóðhátíð í Eyjum í ár. Allir upprunalegu meðlimirnir koma fram.
„Eftirminnilegustu tónleikarnir á Þjóðhátíð 2014 voru með hinni goðsagnarkenndu Quarashi sem gjörsamlega tryllti Dalinn með ótrúlegri frammistöðu á stóra sviðinu. Svo sannarlega einir allra bestu tónleikar sem Þjóðhátíðargestir hafa upplifað,“ segir í tilkynningu.
Búið er að tilkynna Emmsjé Gauta, Agent Fresco, Úlf Úlf, Retro Stefson, GKR, Herra Hnetusmjör, Sturla Atlas og Júníus Meyvant. Sverrir Bergmann, Friðrik Dór og hljómsveitin Albatross sem Halldór Gunnar Pálsson stýrir flytja Þjóðhátíðarlagið í ár.
Forsala á Þjóðhátíð fer fram á dalurinn.is.