Auglýsing

Queen mun rokka á Óskarnum

Það eru eflaust ófáir Queen aðdáendur sem fagna þeim fréttum að hljómsveitin mun koma fram á Óskarsverðlaunahátíðinni 2019. Verðlaunahátíðin fer fram í Dolby leikhúsinu þann 24.febrúar næstkomandi sunnudag. Þetta er í 91 skipti sem verðlaunaafhendingin fer fram en mikill glamúr umlykur hátíðina ár hvert þar sem allar stærstu stjörnur kvikmyndaheimsins koma saman.

Hljómsveitin Queen hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna mánuði eftir að bíómyndin Bohemian Rhapsody, sem byggð er á sögu hljómsveitarinnar, kom út í lok síðasta árs við gríðarlega jákvæðar viðtökur. Kvikmyndin sjálf er tilnefnd til hvorki meira né minna en fimm Óskarsverðlauna þetta árið, þar á meðal í flokki bestu kvikmynda. Leikarinn Rami Malek, sem fer með hlutverk hins magnaða og litríka söngvara Freddie Mercury, er einnig tilnefndur til Óskarsins fyrir túlkun sína á söngvaranum sem lést árið 1991.

Næstkomandi sunnudag mun American Idol stjarnan Adam Lambert taka stað Freddie Mercury á sviðinu og ljá hljómsveitinni rödd sína. Adam hefur verið að koma fram með bandinu síðan 2011 en hann leggur mikla áherslu á það að hann sé ekki að reyna að fylla í fótspor Freddie þar sem það sé ekki hægt. Mikil eftirvænting ríkir eftir lagavali sveitarinnar á hátíðinni en Queen hefur alla tíð verið þekkt fyrir kraftmikla sviðsframkomu.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing