Það eru eflaust ófáir Queen aðdáendur sem fagna þeim fréttum að hljómsveitin mun koma fram á Óskarsverðlaunahátíðinni 2019. Verðlaunahátíðin fer fram í Dolby leikhúsinu þann 24.febrúar næstkomandi sunnudag. Þetta er í 91 skipti sem verðlaunaafhendingin fer fram en mikill glamúr umlykur hátíðina ár hvert þar sem allar stærstu stjörnur kvikmyndaheimsins koma saman.
Is this the real life?
Is this just fantasy?
We welcome @QueenWillRock and @adamlambert to this year's #Oscars!https://t.co/7uDf42FbjJ— The Academy (@TheAcademy) February 18, 2019
Hljómsveitin Queen hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna mánuði eftir að bíómyndin Bohemian Rhapsody, sem byggð er á sögu hljómsveitarinnar, kom út í lok síðasta árs við gríðarlega jákvæðar viðtökur. Kvikmyndin sjálf er tilnefnd til hvorki meira né minna en fimm Óskarsverðlauna þetta árið, þar á meðal í flokki bestu kvikmynda. Leikarinn Rami Malek, sem fer með hlutverk hins magnaða og litríka söngvara Freddie Mercury, er einnig tilnefndur til Óskarsins fyrir túlkun sína á söngvaranum sem lést árið 1991.
Næstkomandi sunnudag mun American Idol stjarnan Adam Lambert taka stað Freddie Mercury á sviðinu og ljá hljómsveitinni rödd sína. Adam hefur verið að koma fram með bandinu síðan 2011 en hann leggur mikla áherslu á það að hann sé ekki að reyna að fylla í fótspor Freddie þar sem það sé ekki hægt. Mikil eftirvænting ríkir eftir lagavali sveitarinnar á hátíðinni en Queen hefur alla tíð verið þekkt fyrir kraftmikla sviðsframkomu.
We will rock The Oscars ?
Feb 24th. 5pm PST. @TheAcademy @QueenWillRock pic.twitter.com/BlGkKnhL68— ADAM LAMBERT (@adamlambert) February 18, 2019