„Ráðherra sem situr er með fullt traust til þess að gegna sínu starfi. Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn. Ég á mjög erfitt með að skilja kröfu um að reglulega sé verið að biðja mig um gefa út einhverjar traustsyfirlýsingar,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við Mbl.is.
Bjarni kýs að tjá sig um mál Hönnu Birnu á almennum nótum og segist ekki ætla ekki að láta „draga sig inn í eitthvert ferli þar sem í hvert sinn sem einhverjar upplýsingar séu gefnar eða einhver tjái sig.“
„Ráðherra sem situr er með fullt traust til þess að gegna sínu starfi,“ segir hann á Mbl.is. „Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn. Ég á mjög erfitt með að skilja kröfu um að reglulega sé verið að biðja mig um gefa út einhverjar traustsyfirlýsingar. Það er allt annað álitamál hvort ráðherra eigi að sitja í ráðherrastól á meðan rannsókn fer fram og það er ekki spurning um traust, heldur spurning um það hvernig best sé tryggt að rannsókn málsins sé hafin yfir allan vafa og gangi eðlilega fram.“