Auglýsing

Ráðherrabíll Bjarna Ben bilaður

Ráðherrabíllinn hans Bjarna Bendiktssonar er bilaður. Efnahags- og fjármálaráðherran hefur því þurft að sætta sig við bílaleigubíl undanfarið. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

Ráðherrabíll Bjarna er af gerðinni BMW 5 árgerð 2004 og hefur verið bilaður frá því í sumar. Samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn Viðskiptablaðsins var bíllinn tekinn úr umferð vegna þess að ekki var lengur hægt að tryggja rekstraröryggi hans.

Þá fór fram örútboð vegna kaupa á nýrri bifreið í samstarfi við Ríkiskaup. Ferill málsins er í samræmi við lög um opinber innkaup og rammasamning frá árinu 2011 um kaup á ráðherrabílum. Bjarni fær því nýjan bíl á næstunni.

Nútíminn hefur ekki upplýsingar um hvers konar bílaleigubíl Bjarni fékk til umráða en við gefum okkur að það sé ekki Hyundai i10:

Fylgdu Nútímanum á Facebook og Twitter og þú missir ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing