Ítalski húsgagnframleiðandinn Cassina hefur farið fram á við Reykjavíkurborg að eftirlíkingum af stólum og sófum eftir franska hönnuðinn Le Corbusier sem er að finna í Ráðhúsi Reykjavíkur verði fargað og frumhönnun verði keypt í staðinn. Verði Reykjavíkurborg ekki við kröfunni mun Cassina fara fram á skaðabætur af hendi borgarinnar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
Í Fréttablaðinu kemur fram að húsgögnin hafi verið keypt fyrir opnun ráðhússins árið 1992 og að þau hafi verið í notkun alla tíð síðan.
Samkvæmt upplýsingum fá Skúla Rósantssynu, eiganda húsgagnaverslunarinnar Casa, söluaðila Cassina á Íslandi, gæti kostnaður Reykjavíkurborgar við að kaupa frumhönnun farið yfir hundrað milljónir:
Þegar menn eru með svona daprar og lélegar eftirlíkingar er þetta rosaleg eyðilegging fyrir merkið. Það þýðir ekkert að byggja flott ráðhús og vera með eitthvað gervi í því.
Skúli segir í Fréttablaðinu að eftirlíkingar af húsgögnum Le Corbusier sé einnig að finna hjá RÚV og sjáist reglulega í sjónvarpsútsendingum. Næsta skref sé að fara fram með sambærilega kröfu við Ríkisútvarpið.