Ráðist var á ferðamann í miðbæ Reykjavíkur en málið kom upp á nýafstaðinni vakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var skrifað um það í dagbók embættisins en verkefnin náðu frá 17:00 í gær og þar til 05:00.
Þar segir að gerandi hafi verið handtekinn skammt frá vettvangi og vistaður í þágu rannsóknar málsins.
Þá var einn ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Laus eftir hefðbundið ferli.
Tveir þjófnaðir voru tilkynntir til lögreglu en þau mál voru leyst á vettvangi segir í dagbókinni.