Auglýsing

Ráðist á íslenska fjölskyldu á Krít: Lögreglan leitar að hópi manna

Íslensk kona og fjölskylda hennar voru flutt á sjúkrahús á grísku eyjunni Krít eftir fólskulega árás á aðalgötu Heraklíon – nokkurn veginn eins og Laugavegurinn í Reykjavík.

Móðirin íslenska og tveir synir hennar, 21 og 18 ára, voru útskrifuð af spítala eftir aðhlynningu en um var að ræða höfuð- og líkamsáverka. Kanadískur eiginmaður konunnar er enn á sjúkrahúsi.

Gatan fylltist af sjúkra- og lögreglubifreiðum

Vísir greindi fyrst frá en vitnað er í gríska miðilinn Patris. Í þeirri umfjöllun kemur fram að lögreglan vinni nú að því að finna umrædda árásarmenn og segir lögregluembættið í Heraklíon vera á góðri leið með að finna þá.

Fjölskyldan verður fengin til þess að hjálpa lögreglunni að bera kennsl á mennina en þeir eru sagðir grískir og að þeir hafi verið fjórir. Þá segir einnig í umfjöllun gríska miðilsins að sjúkrabílar hafi fyllt þessa vinsælu götu og að áverkar fjölskyldunnar hafi verið alvarlegir.

Fréttin verður uppfærð.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing