Auglýsing

Ragnar Sigurðsson var með skólarapp á heilanum í erfiðum leik gegn Hollandi

Fjölmiðlamennirnir Björn Bragi Arnarsson og Hilmar Gunnarsson senda frá sér bókina Áfram Ísland – leiðin í lokakeppni EM 2016 og strákarnir sem gerðu drauminn að veruleika í nóvember. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Björn Bragi ræðir við leikmenn í íslenska landsliðsins í bókinni ásamt því að spjalla við þjálfarana Lars og Heimi og mæður leikmanna. Loks birtir hann skemmtilega fróðleiksmola og sögur sem hafa ekki áður komið fram. „Við fengum alveg ótrúlega mikið af skemmtilegum sögum frá strákunum,“ segir Björn Bragi í Fréttablaðinu.

Í viðtalinu við varnarmanninn Ragnar Sigurðsson kemur fram að hann hafi verið með lagið Skólarapp á heilanum allan tímann sem liðið lék útileik gegn Hollendingum á Amsterdam Arena.

„Ég var með lagið Skólarapp á heilanum allan leikinn. Ég var að verða geðveikur,“ segir hann í viðtali sem birtist í bókinni.

Ég var búinn að vera að syngja þetta á hótelinu og menn í kringum mig voru líka að fá þetta á heilann. Svo erum við komnir í leikinn og ég man ekki á hvaða mínútu það var sem ég byrja að syngja í huganum: Rapp, skólarapp!

Hann hélt þó einbeitingunni enda gríðarlega mikilvægur leikur. „Einbeitingin er allt. Sérstaklega í stöðunni sem ég spila,“ segir hann í bókinni.

Sjáðu kápuna hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing