Auglýsing

Rainn Wilson úr The Office horfði á Ísland vinna England á N1 Bíldshöfða

Bandaríski leikarinn Rainn Wilson er staddur hér á landi. Hann horfði á leik Íslands og Englands á EM í Frakklandi á N1 á Bíldshöfða og skemmti sér vel.

Við höfum allavega eignast einn stuðningsmann í viðbót

Wilson er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem hinn stórkostlegi Dwight Schrute úr bandarísku útgáfunni af gamanþáttunum The Office. Hann hefur einbeitt sér að kvikmyndaleik síðustu ár og kom til landsins í frí í síðustu viku.

Það voru ekki margir að horfa á N1 við Bíldshöfða í gær. Bara Wilson, sonur hans, tveir gamlir gaurar og ungur gaur með hárnet

Rainn Wilson birti þessa mynd á Twitter

„Þetta er frekar klikkað […] Allt landið liggur niðri útaf þessum leik. Hér er ég. Velkomin í heiminn minn. Vildi bara deila upplifun minni með ykkur,“ sagði Wilson í myndbandi á Instagram.

View this post on Instagram

Truckstop Soccer in Iceland

A post shared by Rainn Wilson (@rainnwilson) on

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing