Leikarinn Rainn Wilson, sem flestir þekkja sem Dwight úr bandarísku útgáfunni af The Office, er mættur aftur til landsins. Hann birti mynd af sér og eiginkonu sinni, rithöfundinum Holiday Reinhorn, á Twitter rétt í þessu.
Greetings from Iceland! @HolidayReinhorn #Isafjordur #westfjords pic.twitter.com/QC5fJHnwOh
— RainnWilson (@rainnwilson) June 19, 2017
Samkvæmt færslunni eru hjónin stödd á Vestfjörðum. Hann kom einnig til landsins síðasta sumar og sá Ísland vinna England á Evrópumótinu í fótbolta á N1 á Bíldshöfða.
„Þetta er frekar klikkað […] Allt landið liggur niðri útaf þessum leik. Hér er ég. Velkomin í heiminn minn. Vildi bara deila upplifun minni með ykkur,“ sagði Wilson í myndbandi á Instagram.
Wilson er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem hinn stórkostlegi Dwight Schrute úr bandarísku útgáfunni af gamanþáttunum The Office. Hann hefur einbeitt sér að kvikmyndaleik síðustu ár og kom til landsins í frí í síðustu viku.