Hinn 38 ára óskarsverðlauna hafi Rami Malek hefur staðfest hlutverk sitt sem illmennið í nýjustu James Bond myndinni sem kemur út á næsta ári. Malek sagði frá því í viðtali um daginn að eina skilyrði hans til að samþykkja hlutverkið væri að karakterinn hann skyldi ekki vera arabísku talandi og hann myndi aldrei nota trúarbrögð sín og þjóðerni sem afsökun fyrir glæpi sína. Malek verandi frá Egyptalandi vildi einnig hafa það á hreinu að hann væri ekki valinn vegna þess að hann kæmi frá þeim hluta heims sem oft er tengdur við hryðjuverk.
Cary Fukunaga leikstjóri myndarinnar segir að val sitt á Malek hafi ekkert að gera við þjóðerni hans og allt með að gera við hæfileika hans sem leikari. Fukunaga samþykkti skilyrði Malek um karakterinn hans og hefur Malek nú verið formlega ráðinn. Við hlökkum mikið til að sjá hvað þessi magnaði leikari mun gera við hlutverkið.