Þýska rokkhljómsveitin Rammstein heldur tónleika í Kórnum laugardaginn 20. maí á næsta ári. Sveitin spilaði síðast hér á landi árið 2001.
Þetta kemur fram á Vísi en þar segir að hljómsveitin muni flytja fimmtán gáma af búnaði til landsins, þrefalt hljóðkerfi, eldvörpur og gríðarlega mikinn ljósabúnað.
Miðasala á tónleikana hefst 1. desember.
Búist er við miklum fjölda tónleikagesta frá Þýskalandi. Verða um 13 þúsund miðar í boði fyrir íslenska aðdáendur.