Þau voru jafn mismunandi og þau voru mörg verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en nokkrir voru handteknir á liðinni vakt sem náði frá 17:00 í gær til 05:00 í morgun.
Einn var handtekinn í hverfi 105 eftir að hafa farið inn í bifreið en við líkamsleit fundust fíkniefni á kauða og var honum því skellt í járn.
Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis í hverfi 108 og einn undir áhrifum fíkniefna í miðborginni.
Einn ökumaður var sviptur á staðnum í gær. Sá var tekinn fyrir of hraðan akstur en hann ók á 108 kílómetra hraða þar sem einungis 50 kílómetrahraði á klukkustund er leyfður. Í hverfi 109 voru slagsmál fyrir utan skemmtistað en laganna verðir stilltu til friðar og tóku niður upplýsingar hjá vitnum.
Einn var handtekinn grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna.