Það er þéttsetið í fangaklefum lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu þennan morguninn en fimm voru handtekin í þremur mismunandi málum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar en þar segir að einn sé vistaður í fangageymslu eftir slagsmál „og þá eru ýmis önnur brot til rannsóknar í kjölfarið á þessum slagsmálum eins og varsla fíkniefna, hótanir og fleira.“
Þá voru tveir vistaðir í fangaklefa vegna rannsóknar á ráni, vörslu fíkniefna og líkamsárás. Þá var par handtekið í nótt vegna rannsóknar á vörslu fíkniefna en allir þessir einstaklingar voru handtekin þá svæði lögreglustöðvar 1 sem nær yfir austurbæ, vesturbæ, miðborgina og Seltjarnarnes.
Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir að aka bifreið án ökuréttinda og einn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.