Mennirnir tveir, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna máls Birnu Brjánsdóttur í tæpar tvær vikur verða yfirheyrði í dag og á morgun. Þetta kemur fram á RÚV.
- Enn er beðið eftir endanlegri niðurstöðu úr krufningarskýrslu réttarmeinafræðings.
- Einnig er beðið eftir niðurstöðum úr lífsýnarannsóknum á munum sem lögreglan lagði hald á, meðal annars úr grænlenska togaranum Polar Nanoq.
- Lögregla telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani.
- Gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur rennur út á fimmtudag. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim.
- Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, segir á vef grænlenska ríkisútvarpisins að það hafi verið í þágu allra þeirra sem tengdust ekki málinu að mennirnir tveir hafi verið nafngreindir. Menn sem eru til rannsóknar í sakamáli séu ekki alltaf nafngreindir en mál Birnu sé allt annað en venjulegt mál. RÚV greinir frá.
- Þúsundir komu saman á Laugavegi á laugardaginn til að minnast Birnu. Hópurinn gekk saman frá Hlemmi niður á Arnarhól með viðkomu við Laugaveg 31, þar sem Birna sást síðast. Sjáðu myndbandið hér
Útför Birnu verður gerð frá Hallgrímskirkju á föstudaginn kl. 15.