Auglýsing

Rapparinn Diddy sakaður um kynferðisbrot

Bandaríski athafnamaðurinn og rapparinn Diddy, eða Sean Combs, er sakaður um kynferðisbrot gagnvart fyrrum kærustu sinni Cassie Ventura. Í kærðu sem Cassie lagði fram hjá lögreglunni í New York sakar hún rapparann um að hafa nauðgað sér auk þess sem hún hafi verið neydd til þess að stunda kynlíf með vændiskörlum.

Bæði Diddy og lögmaður hans hafa neitað þessum ásökunum og segir rapparinn fyrrum eiginkonu sína aðeins reyna að hafa af sér fé með umræddri kæru. Fréttamiðillinn TMZ, sem sérhæfir sig í fréttum að fræga fólkinu vestanhafs, greinir frá því að lögreglan í New York-ríki leiti að fleiri fórnarlömbum rapparans sem gerði garðinn frægan með lögum á borð við I’ll Be Missin You og I Need A Girl. Þá er hann einnig þekktur sem maðurinn á bakvið hinn fræga rappara Notorius B.I.G. en sá lést eftir skotárás þann 9. mars árið 1997, aðeins 24 ára að aldri.

Erlendir miðlar segja samband þeirra Diddy og Cassie hafa staðið yfir í rúman áratug eða frá árinu 2006, þegar Cassie gengur til liðs við plötufyrirtæki rapparans, og allt til ársins 2018. Það ár segir Cassie að Diddy hafi brotist inn á heimili hennar og nauðgað henni.

Samkvæmt skjölum sem lagðar hafa verið fyrir dóm þar ytra þá krefst Cassie rapparann 30 milljóna dollara fyrir nauðgun, líkamsárás og mansal. 30 milljónir dollara eru, miðað við gengi dagsins, tæpir 4,2 milljarðar króna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing