Þegar poppstjarnan Taylor Swift og samfélagsmiðillinn Instagram sameina krafta sína gerast stórkostlegir hlutir.
Taylor Swift hélt nýlega upp á 25 ára afmælið sitt í New York. Swift birti myndina sem sést hér fyrir ofan á Instagram-síðu sinni en þar sést Justin Timberlake með svokallaða kúkagrímu, eða bara rasshaus.
Á myndinni er einnig Jay-Z, Beyonce, Sam Smith og Haim.
Framleiðendur grímunnar eru í skýjunum þessa dagana og segja að salan hafi aukist um 315% frá því að Swift birti myndina á Instagram. Fleiri en milljón notendur hafa líkað við myndina og gríman er nánast uppseld hjá framleiðanda.
Gríman fæst t.d. hér, ef fólk á eftir að kaupa jólagjafir.