Auglýsing

Red Hot Chili Peppers hrósuðu Íslendingum fyrir að vera ekki með símana á lofti

Bandaríska hljómsveitin Red Hot Chili Peppers kom fram á tónleikum í Laugardalshöll í gærkvöldi. Aðdáendur hljómsveitarinnar virtust ánægðir með tónleikana og hafa lýst yfir gleði sinni á samfélagsmiðlum.

Á meðal laga sem hljómsveitin flutti var Can’t Stop, Californication, Under the Bridge og By the Way. Þá flutti Red Hot Chili Peppers einnig lagið I Wanna Be Your Dog eftir The Stooges og Higher Ground eftir Stevie Wonder. Eftir að hljómsveitin var klöppuð upp flutti hún Goodbye Angels og endaði á ofursmellinum Give it Away.

Athygli vakti að meðlimir hljómsveitarinnar hrósuðu Íslendingum fyrir að vera ekki með símana á lofti á tónleikunum. Eins og myndin hér fyrir ofan sýnir, sem tekin er af landsliðsframherjanum Ragnari Nathanaelssyni, virðast tónleikagestir ekki átt hrósið skilið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing