Auglýsing

Réðst á einstakling og rændi bifreið hans í miðborg Reyjavíkur: Einn stunginn með hníf

Lögreglunni barst tilkynning um líkamsárás í miðborg Reykjavíkur en á leið á vettvang fengust þær upplýsingar að sá sem væri grunaður um líkamsárásina hefði rænt bifreið þess sem hann réðst á og hefði stungið af frá vettvangi.

Það tók skamman tíma fyrir laganna verði að finna kauða og var hann handtekinn. Gerandinn er grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna ásamt því að vera grunaður um fleiri brot. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en hún nær frá 17:00 í gær og þar til 05:00 í morgun.

Þrír gista fangageymslur lögreglunnar nú í morgunsárið en samkvæmt upplýsingum frá embættinu voru 48 mál bókuð í LÖKE-kerfið. Einn var handtekinn með hníf fyrir utan húsnæði í miðbænum og þá var einn ökumaður yfirbugaður og handtekinn þegar hann reyndi að sleppa undan laganna vörðum en sá er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Þá barst lögreglu tilkynning um líkamsárás þar sem hníf hafði verið beitt. Lögregla með mikinn viðbúnað vegna málsins og voru tveir aðilar handteknir á vettvangi og er rannsókn málsins talin miða vel. Einn var fluttur á slysadeild með stunguáverka en ekki er vitað með ástand þess aðila.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing