Auglýsing

Ráðist á samkynhneigt par með hnífi: „Ætli honum hafi ekki mislíkað það sem hann sá“

Óður maður réðst á samkynhneigt par með hnífi í borginni Denver í Colorado um helgina. Mennirnir sem urðu fyrir árásinni komust lífs af en þeir sögðu frá atvikinu á Twitter. Málið hefur vakið mikla athygli en árásarmaðurinn sem er á þrítugsaldri var handtekinn skömmu eftir árásina.

„Við vorum að leiðast og ætli honum hafi ekki mislíkað það sem hann sá,“segir Chris Huizar, annar þeirra sem varð fyrir árás mannsins en maðurinn öskraði niðrandi orðum um kynhneigð þeirra áður en hann réðst á þá.

Chris Huizar birti þessar myndir á Twitter

Huizar var stunginn í hálsinn á meðan Gabriel, kærasti hans hlaut stungusár á hendi og baki áður en þeim tókst að flýja. Eins og áður segir var árásarmaðurinn handtekinn síðar um kvöldið og er málið rannsakað sem hatursglæpur.

Í umfjöllun 9News um málið kveðst Huizar þakklátur fyrir að vera á lífi. „Núna vitum við að við getum komist í gegnum hvað sem er og þetta á bara eftir að styrkja okkur, “ sagði Huizar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing