Undarlegt atvik átti sér stað á tónleikum Limp Bizkit á tónleikahátíð í New Jersey um síðustu helgi. Þegar Fred Durst, söngvari sveitarinnar, var að klára lagið Faith, sem George Michael gerði vinsælt á sínum tíma, ruddist meðlimur úr annarri hljómsveit inn á sviðið og reyndi að sparka í Durst. Sjáðu myndbandið.
Karatesparkarinn var tónlistarmaður sem kýs að kalla sig Shaggy 2 Dope. Hann er meðlimur í hljómsveitinni Insane Clown Possy eða ICP, en ICP spiluðu á hátíðinni fyrr um daginn.
Meðlimir Limp Bizkit og ICP hafa lengi eldað grátt silfur saman en Fred Durst á að hafa svikið þá út úr tónleikaferðalagi með hljómsveitinni Korn fyrir um 20 árum samkvæmt glöggum reddit notanda.