Auglýsing

Réðust á sextugan mann sem hélt að hann væri að kaupa vændi

Tveir ungir menn og ein kona neituðu því fyrir dómi í gær að hafa rænt og ráðist á sextugan mann á heimili hans í Reykjavík. Atvikið átti sér stað fyrir rúmum tveimur árum en samkvæmt ákæru blekktu annar maðurinn og konan manninn til að hleypa sér inn í íbúð sína undir því yfirskini að þau væru vændiskonur. Það er Rúv.is sem greinir frá þessu.

Eftir að þau höfðu komist inn til mannsins kom þriðji maðurinn ásamt tveimur óþekktum mönnum sem ekki eru ákærðir í málinu. Mennirnir sem vopnaðir voru öxi, kylfu og byssu veittu manninum töluverða áverka. Fram kemur í ákærunni að mennirnir hafi meðal annars lamið hann með hnefahöggum og stungið hann í lærið.

Það var ekki fyrr en nágranni skarst í leikinn og hringdi lögreglu sem fólkið lagði á flótta með iPhone-síma mannsins, verkjalyf og sígarettur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing