Útvarpsmaðurinn Rikki G fór inn í kassa Almars Atlasonar í morgun. Almar var nýbúinn að yfirgefa kassann og hafnaði beiðni Rikka um viðtal sem brást við með því að þefa innan úr kassanum og fara svo inn í hann sjálfur.
Sjá einnig: Almar yfirgefur kassann, hunsaði viðtalsbeiðni Rikka G sem fór sjálfur í kassann
Búið var að lýsa því yfir á Vísi.is að fyrsta viðtalið við Almar myndi birtast þar en bein útsending var á vefnum frá því þegar Almar yfirgaf kassann.
Á Twitter er kassamerkið #nakinníkassa notað til að halda utan um umræðuna um gjörning Almars sem hefur vakið gríðarlega athygli. Mikil umræða hefur verið um verkið og náði hún hápunkti í morgun þegar Almar stegi út úr kassanum.
Talsverð reiði var á Twitter vegna ákvörðunar Rikka og mörgum fannst hann fara yfir strikið
Eruði að fokka í mér að fara inn í kassann? Plís, í alvöru #nakinníkassa
— Tinna, öfgafemínisti ? (@tinnaharalds) December 7, 2015
Gaman þegar fréttamenn troða sér inn í listaverk annarra. #nakinnikassa
— Elias Thorsson (@Eliasthorsson) December 7, 2015
Rikki að vanhelga kassann?? #nakinníkassa
— Arnar Þór Stefánsson (@addinn) December 7, 2015
Hvaða hálfvitaskapur er það að fara inn í kassann, herra bjánafréttamaður? #nakinníkassa
— Maggy Moller (@MaggyMoller) December 7, 2015
Dafuq ertu að gera @RikkiGje ??! #nakinníkassa
— Guðmundur Kári (@lopaulpa) December 7, 2015
hversu mikill hálviti, hvernig getur hann haldið að hann geti bara farið inní kassann hans almars #nakinníkassa pic.twitter.com/4NCMxL8hNE
— maria hjelm (@mariahjelmd) December 7, 2015
"Bíddu mátti Rikki þetta? Það átti eftir að gera upp kassann," segir móðir mín, ósátt #nakinníkassa #búðarkassinn
— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) December 7, 2015
Einn kom með tillögu að refsingu
https://twitter.com/bjornthorj/status/673790782784929793
En aðrir skildu Rikka
Skil pirringinn í Rikke G. Líklegast mánudagsþynnka í mönnum, vel þreyttur, fær ekkert viðtal og glatað response. #nakinníkassa
— Sindri R. Sindrason (@Sindrason) December 7, 2015
Af hverju eru allir brjálaðir yfir að Rikki fór inn í kassann? Hvernig átti hann annars að fá maltið og appelsínið? #nakinníkassa
— Finnur Kolbeinsson (@finkol) December 7, 2015
Er fólk þroskaheft? Mátti Rikki G ekki kíkja aðeins inní þessa ruslrunkarastíu? #nakinníkassa
— Helgi Hjaltason (@helgihjalta) December 7, 2015
En aðrir veltu öðrum hlutum fyrir sér
Hver er Rikki G? #nakinníkassa
— gudny thorarensen (@gudnylt) December 7, 2015
Taktu þátt í könnuninni