Auglýsing

Reykjavíkurdætur fá fjórar stjörnur hjá NME: „Þarf ekki alltaf að tala sama tungumál til að skilja einhvern“

Reykjavíkurdætur sendur frá sér plötuna Shrimpcocktail í lok nóvember. Platan sem er aðgengileg á Spotify fær fjórar stjörnur af fimm í umfjöllun breska popptímaritsins NME. 

Sjá einnig: Blaðamaður NME lofsamar Glowie: „Getur breytt úreltum hugsunarhætti í popptónlist“

Platan Shrimpcocktail inniheldur níu lög en á henni má meðal annars finna lög á borð við Reppa Heiminn og Ekkert Drama. Í umfjöllun NME um plötuna er talað um að skilaboð hljómsveitarinnar séu mikilvæg en auk þess sé tónlistin á plötunni frábær. Umfjöllun NME má lesa í heild sinni með því að smella hér.

Hljómsveitin hefur verið að slá í gegn undanfarin misseri en Reykjavíkurdætur unnu á dögunum tónlistarverðlaun Evrópusambandsins, Music Moves Europe Forward Talent Awards.

Hlustaðu á Shrimpcocktail

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing