Í nótt var ökumaður bifreiðar stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Sá reyndi að hlaupa undan laganna vörðum en samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var hann ekki sá eini sem reyndi að stinga af.
Farþegi í bifreiðinni reyndi einnig ævintýralegan flótta en hann sast undir stýri og keyrði á brott. Hann var stöðvaður og er einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Þá eru báðir einstaklingarnir grunaðir um önnur brot „…og er allt þetta til rannsóknar“ segir í dagbókinni.