Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram þingsályktun um að ríkið kanni möguleika þess að reisa áburðarveksmiðju. Þorsteinn lagði sömu tillögu fram á síðasta þingi en þá var hún ekki tekin til umræðu.
Rifjum upp hvað kemur fram í greinargerð um frumvarpið:
Brýn þörf er á að skapa ný vel launuð störf hér á landi til að vinna bug á atvinnuleysi, til að laða brottflutta Íslendinga aftur heim og til að vekja ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli sér að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni.
Í greinargerðinni kemur einnig fram að brýnt sé að hefja nú þegar hagkvæmniathugun vegna byggingar áburðarverksmiðju „sem lið í því að fjölga hálaunastörfum í gjaldeyrisskapandi starfsemi.“
Vigdís Hauksdóttir, Páll Jóhann Pálsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Haraldur Einarsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir flytja tillöguna með Þorsteini. Þau eru öll þingmenn Framsóknarflokksins.