Reynir Lyngdal leikstýrir Áramótaskaupinu í ár en hann leikstýrði skaupinu síðast árið 2008. Jakob Birgisson uppistandari, Þorsteinn Guðmundsson leikari og uppistandari, Sævar Sigurgeirsson handritshöfundur og auglýsingamaður, Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona, Dóra Jóhannsdóttir leikkona og Improv-frumkvöðull, Lóa Hjálmtýsdóttir teiknari og Hugleikur Dagsson skopmyndateiknari og grínisti munu sjá um að skrifa handritið. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Tökur á skaupinu munu hefjast um miðjan nóvember. Reynir segir á vef RÚV að hann finni fyrir pressunni sem fylgir því að gera Áramótaskaupið en að það séu forréttindi að fá að vinna með landsliði grínarara að því að skoða árið í gegnum grín.