Breski grínistinn Ricky Gervais sló í gegn í Hörpu í gær. Þau sem mættu á uppistandið tala um að sýningin hafi verið frábær og á Twitter tístu fjölmargir um sýninguna og ágæti hennar.
Sjá einnig: Svona lítur Ricky Gervais út eftir aðeins einn dag á Íslandi, gerir grín að konunni sinni í Reykjavík
Sjálfur var Ricky ánægður með viðtökurnar. „Þvílíkir áhorfendur í Hörpu. Get ekki beðið eftir að endurtaka leikinn,“ sagði hann á Facebook en hann stígur aftur á svið í Hörpu í kvöld. Uppselt er á sýninguna.
Hér má sjá brot af viðbrögðunum á Twitter
Vona að félagslegu réttlætisriddararnir hafi skilið boðskap @rickygervais þetta var nú meiri skóflan í andlitið sem þer fengu. #legend
— Máni Pétursson (@Manipeturs) April 20, 2017
Sjitt. Ricky Gervais. Ég er eftir mig.
— Pétur Jónsson (@senordonpedro) April 20, 2017
Ég fokking elska Ricky Gervais.. er svo glöð yfir að hafa náð miða og séð hann live.
— Gucci mama (@LKarlsdottir) April 20, 2017
Hann stóðst miklar væntingar. Hreinn listamaður og húmorinn er hans strigi og litir! @rickygervais @HarpaReykjavik
— Simmi Vil (@simmivil) April 20, 2017
Sjúkleg sýning hjá @rickygervais í kvöld. Fáránlega fyndið en með undirtón sem fer dýpra en megnið af þjóðmálaumræðu sem maður sér. Geggjað.
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) April 20, 2017
Witty wit eins og það gerist best. Algerlega frábært.
— Son (@sonbarason) April 20, 2017