Auglýsing

Rífa gamla afgreiðsluborðið í Ísbúð Vesturbæjar til að bæta útsýnið á nammið: „Fólk er búið að kvarta í tíu ár“

Til stendur að rífa afgreiðsluborðið í Ísbúð Vesturbæjar við Hagamel í Reykjavík í breytingum sem gerðar verða á búðunni. Ráðist verður í framkvæmdirnar á allra næstu vikum en margir íbúar Vesturbæjar eru með böggum hildar yfir ákvörðuninni og telja að mikil menningarverðmæti felist í innréttingunni.

Sjá einnig: Sex ástæður til að fá sér ís, prófaðu bragðarefsvélina ef þú getur ekki ákveðið þig

Líflegar umræður sköpuðust um málið í hópi Vesturbæinga á Facebook í gær þegar Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir tilkynnti að til stæði að rífa afgreiðsluborðið. Sagði hún að um einstaka innréttingu að ræða enda ísbúðin algjör perla. Skiptar skoðanir eru um málið og á meðal þeirra sem hafa blandað sér í umræðurnar eru tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir og sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason.

Kristmann Óskarsson, framkvæmdastjóri Ísbúðar Vesturbæjar, segir í samtali við Nútímann framkvæmdunum fylgi útlitsbreytingar á versluninni. „Fólk er búið að kvarta yfir því í tíu ár að sjá ekki hvað er í boði í borðinu,“ segir hann.

Þess vegna ætlum við að skipta út afgreiðsluborðinu og setja glerborð í staðinn. Það stendur til að ráðast í framkvæmdir núna í janúar eða febrúar.

Ásamt því að bæta útsýnið á sælgætið í afgreiðsluborðinu verða frekar breytingar gerðar. „Við ætlum líka að fjarlægja gamla hjálminn sem er í innréttingunni en hann var notaður undir poppvél þegar búðin seldi popp á sínum tíma,“ segir Kristmann en í hjálminum má meðal annars finna kókosbollur í dag — sem gott er að láta hræra í bragðarefinn eftir á.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing