Auglýsing

Rifja upp frækinn sigur Íslands á Englandi á EM 2016

Á þessum degi árið 2016 vann karlalandslið Íslands í fótbolta einn af stærstu sigrum í sögu liðsins þegar liðið sló Englendinga út í 16 liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi.

Sjá einnig: Tíu gullmolar Gumma Ben úr leik Íslands og Englands: „KING RAGGI! KING RAGGI!“

Eins og alþjóð veit þá vann Ísland England 2-1 í ótrúlegum leik í Nice. Margir af stærstu miðlum Englands hafa rifjað upp leikinn á Twitter í dag.

Wayne Rooney skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu en Ragnar Sigurðsson fylgdi eftir með góðu marki skömmu síðar.

Kolbeinn Sigþórsson bætti svo við marki og fleiri urðu þau ekki. Ísland spilaði sinn besta leik á mótinu, var sterkari aðilinn á löngum köflum og uppskar glæsilegan sigur á einni stærstu fótboltaþjóð heims.

Sjá einnig: Breska pressan brjáluð eftir leik Íslands og Englands: „Versta niðurlæging sögunnar“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing