Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um ósætti manna en þegar laganna verðir mættu á vettvang kom í ljós að þessir aðilar voru að rífast um eignarhald á ketti. Báðir töldu sig réttmætan eiganda kattarins en rannsókn lögreglumanna á vettvangi var til þess að kötturinn komst til réttmæts eiganda,“ segir í dagbók embættisins. Dagbókin nær yfir öll verkefni embættisins frá 17:00 í gær og til 05:00 í morgun.
Þá voru tveir einstaklingar handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Einn ökumaður reyndi að stinga lögregluna af en hann er grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og lyfja, fyrir að aka ítrekað án þess að hafa öðlast ökuréttindi, óheimil notkun nagladekkja og að aka bifreið þar sem ástand hennar var með þeim hætti að það olli hættu fyrir aðra. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
Einn aðili var sagður vera að ógna og hóta börnum í Vesturbæ Reykjavíkur og var óskað eftir aðstoð lögreglu. Ekki er farið nánar út í málið í dagbók lögreglunnar annað en að málið sé í rannsókn.