Auglýsing

Rifust um peningaeyðslu í fíkniefni í aðdraganda jóla

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um hávaða innandyra í íbúð í hverfi 110. Laganna verðir fóru á staðinn og ræddu við tvo aðila sem voru í íbúðinni. Þau kváðust hafa staðið í ágreiningi vegna peningaeyðslu þeirra í fíkniefni undanfarið, þar sem jólin væru á næsta leyti.

Þetta er á meðal þeirra verkefna sem komu inn á borð embættisins frá 05:00 í morgun og þar til 17:00 í dag.

Þá var tilkynnt um frelsissviptingu og rán í íbúð í hverfi 109 þar sem húsráðandi var brotaþoli. Tveir aðilar voru handteknir á vettvangi og vistaðir í fangaklefa vegna málsins. Þeir voru báðir í annarlegu ástandi sökum fíkniefnaneyslu.

Tilkynnt um ógnandi aðila í annarlegu ástandi í verslun í hverfi 105. Það fylgdi tilkynningunni að aðilinn væri búinn að brjóta hurð þar innandyra. Hann var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu þangað til hægt er að taka af honum skýrslu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing