Svo virðist sem Rihanna hafi velt af stað tískubylgju þegar hún fékk sér tattú undir brjóstin á sér. Tískan hefur rekið land hér á landi og íslenskar stelpur fá sér nú svokallað „underboob“-húðflúr.
Rihanna birti mynd á Instagram í október árið 2012 sem sýndi nýjasta húðflúrið: Gyðjuna Isis undir brjóstum hennar.
Húðflúrið fékk Rihanna sér til minningar um Dolly, ömmu sína, sem hún sagði með myndinni á Instagram að yrði ávallt í hjarta sínu. Clara „Dolly“ Brathwaite hafði látist fyrr á árinu úr krabbameini.
Fréttablaðið fjallaði um tískubylgjur í húðflúrum í vikunni og þar kom meðal annars fram að húðflúr undir brjóstum, eða „underboob“-húðflúr, njóti vaxandi vinsælda hér á landi.
„Það er allur gangur á hvað er vinsælt en þessi „underboob“-tattú hjá stelpunum og mandölur samt verið að aukast undanfarið,“ segir Ingólfur B. Heimsson, Ingó á Bleksmiðjunni, í samtali við Fréttablaðið.
Þegar hópurinn Tatto á Íslandi er skoðaður sést að áhuginn á slíkum húðflúrum er verulegur. Hátt 12 þúsund manns eru í hópnum og umræður um „underboob“-húðflúrin hafa reglulega skotið upp kollinum.
Fjölmargar stúlkur hafa sýnt myndir af húðflúrum og aðrar hafa óskað eftir upplýsingum. Hér má sjá myndaseríu tímaritsins Inked um húðflúrin.