Auglýsing

Ríkharður III með flestar tilnefningar til Grímunnar

Í gær voru tilkynntar tilnefningar til Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna, og var það uppfærsla Borgarleikhússins á Ríkharði III eftir William Shakespeare í leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur sem hlaut flestar þeirra, alls 8 talsins.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti tilnefningar í þetta sinn en athöfnin fór fram í Tjarnarbíói. Leikritið Super eftir Jón Gnarr sem sýnt var í Borgarleikhúsinu hlaut næstflestar tilnefningar, eða sjö.

„Við erum í skýjunum, það endurspeglar sterka stöðu Borgarleikhússins að við skulum fá 30 tilnefningar og auk þess að Ríkharður III hljóti flestar tilnefningar þetta leikárið,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, Borgarleikhússtjóri.

Alls voru 60 verk skráð af sviðslistahópum og leikhúsum í Grímuna í ár, þar af 35 sviðsverk, átta dansverk, 10 barnaleikhúsverk og sjö útvarpsverk.

Verðlaunaflokkarnir eru 20 talsins og verðlaunin verða afhent í Þjóðleikhúsinu, miðvikudaginn 12. júní.

Sýn­ing árs­ins
Allt sem er frá­bært
Club Rom­antica
Kaba­rett
Rík­h­arður III
The Lover

Leik­rit árs­ins
Club Rom­antica eft­ir Friðgeir Ein­ars­son
Griðastaður eft­ir Matth­ías Tryggva Har­alds­son
Rejúníon eft­ir Sól­eyju Ómars­dótt­ur
SOL eft­ir Hilmi Jens­son og Tryggva Gunn­ars­son
Súper eft­ir Jón Gn­arr

Leik­stjóri árs­ins
Bene­dikt Erl­ings­son – Súper
Bryn­hild­ur Guðjóns­dótt­ir – Rík­h­arður III
Gréta Krist­ín Ómars­dótt­ir – Bæng
Marta Nor­dal – Kaba­rett
Ólaf­ur Eg­ill Eg­ils­son – Allt sem er frá­bært
Pét­ur Ármanns­son – Club Rom­antica

Leik­ari árs­ins í aðal­hlut­verki
Björn Thors – Bæng
Guðjón Davíð Karls­son – Lodd­ar­inn
Hjört­ur Jó­hann Jóns­son – Rík­h­arður III
Jör­und­ur Ragn­ars­son – Griðastaður
Val­ur Freyr Ein­ars­son – Allt sem er frá­bært

Leik­ari árs­ins í auka­hlut­verki
Arn­mund­ur Ernst Backm­an – Súper
Hall­dór Gylfa­son – Bæng
Pálmi Gests­son – Jóns­messu­næt­ur­draum­ur
Sig­urður Þór Óskars­son – Kæra Jelena
Stefán Hall­ur Stef­áns­son – Samþykki

Leik­kona árs­ins í aðal­hlut­verki
Edda Björg Eyj­ólfs­dótt­ir – Rík­h­arður III
Hall­dóra Geir­h­arðsdótt­ir – Kæra Jelena
Krist­ín Þóra Har­alds­dótt­ir – Samþykki
Sól­veig Guðmunds­dótt­ir – Rejúníon
Unn­ur Ösp Stef­áns­dótt­ir – Dúkku­heim­ili ann­ar hluti

Leik­kona árs­ins í auka­hlut­verki
Bryn­hild­ur Guðjóns­dótt­ir – Bæng
Ebba Katrín Finns­dótt­ir – Matt­hild­ur
Krist­ín Þóra Har­alds­dótt­ir – Lodd­ar­inn
Vala Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir – Matt­hild­ur
Vig­dís Hrefna Páls­dótt­ir – Súper

Leik­mynd árs­ins
Auður Ösp Guðmunds­dótt­ir – Kaba­rett
Gret­ar Reyn­is­son – Súper
Ilm­ur Stef­áns­dótt­ir – Rík­h­arður III
Ilm­ur Stef­áns­dótt­ir – Matt­hild­ur
Noémie Gou­dal og 88888 / Jeroen Ver­recht – The Lover

Bún­ing­ar árs­ins
Auður Ösp Guðmunds­dótt­ir – Kaba­rett
Eva Signý Ber­ger – Bæng
Eva Signý Ber­ger ásamt Jóní Jóns­dótt­ur, Svein­björgu Þór­halls­dótt­ur og Stein­unni Ket­ils­dótt­ur – Atóm­stjarna
Fil­ipp­ía I. Elís­dótt­ir – Súper
Fil­ipp­ía I. Elís­dótt­ir – Rík­h­arður III

Lýs­ing árs­ins
Björn Berg­steinn Guðmunds­son – Rík­h­arður III
Björn Berg­steinn Guðmunds­son – Pottþétt myrk­ur
Jó­hann Friðrik Ágústs­son – Súper
Kris Van Ou­den­ho­ve – The Lover
Þórður Orri Pét­urs­son – Matt­hild­ur

Tónlist árs­ins
Bor­ko/ Björn Kristjáns­son – The Lover
Daní­el Bjarna­son – Brot­h­ers
Snorri Helga­son – Club Rom­antica Svein­björn Thor­ar­en­sen – Traces
Þor­vald­ur Bjarni Þor­valds­son – Gall­stein­ar afa Gissa

Hljóðmynd árs­ins
Bald­vin Þór Magnús­son og Daní­el Bjarna­son – Rík­h­arður III
Elv­ar Geir Sæv­ars­son og Krist­inn Gauti Ein­ars­son – Þitt eigið leik­rit – Goðsaga
Garðar Borgþórs­son – Óður og Flexa; Raf­magnað æv­in­týri
Karl Ol­geirs­son, Aron Þór Arn­ar­son og leik­muna­deild Þjóðleik­húss­ins – Ein­ræðis­herr­ann
Svein­björn Thor­ar­en­sen -Traces

Söngv­ari árs­ins 2019
Björk Ní­els­dótt­ir – Plastóper­an
Guðjón Davíð Karls­son – Jóns­messu­næt­ur­draum­ur
Her­dís Anna Jón­as­dótt­ir – La Tra­viata
Hrólf­ur Sæ­munds­son – La Tra­viata
Odd­ur Arnþór Jóns­son – Brot­h­ers

Dans- og sviðshreyf­ing­ar árs­ins
Anja Ga­ar­d­bo og Kasper Ravn­höj – Ein­ræðis­herr­ann
Birna Björns­dótt­ir og Auður B. Snorra­dótt­ir – Ronja ræn­ingja­dótt­ir
Lee Proud – Kaba­rett
Lee Proud – Matt­hild­ur
Svein­björg Þór­halls­dótt­ir – Dúkku­heim­ili ann­ar hluti

Barna­sýn­ing árs­ins
Gall­stein­ar afa Gissa eft­ir Karl Ágúst Úlfs­son og Krist­ínu Helgu Gunn­ars­dótt­ur
Óður og Flexa; Raf­magnað æv­in­týri Eft­ir Hann­es Þór Eg­ils­son og Þyri Huld Árna­dótt­ir
Rauðhetta eft­ir Snæ­björn Ragn­ars­son
Ronja ræn­ingja­dótt­ir eft­ir Astrid Lind­gren
Þitt eigið leik­rit – Goðsaga eft­ir Ævar Þór Bene­dikts­son

Dans­ari árs­ins
Bára Sig­fús­dótt­ir – The Lover
Elín Signý W. Ragn­ars­dótt­ir – Pottþétt myrk­ur
Er­nesto Cami­lo Aldaza­bal Valdes – Óður og Flexa; Raf­magnað æv­in­týri
Snæ­dís Lilja Inga­dótt­ir – Verk nr. 1,5
Una Björg Bjarna­dótt­ir – Verk nr. 1

Dans­höf­und­ur árs­ins
Bára Sig­fús­dótt­ir – The Lover
Erna Ómars­dótt­ir í sam­vinnu við dans­ara ÍD – Pottþétt myrk­ur
Marm­ara­börn – Moving Mountains in Three Essays
Rósa Ómars­dótt­ir – Traces
Stein­unn Ket­ils­dótt­ir – Verk nr. 1

Útvarps­verk árs­ins
Bón­us­ferðin eft­ir Bjarna Jóns­son, Ragn­ar Ísleif Braga­son, Árna Vil­hjálms­son og Friðgeir Ein­ars­son.
Með gat á hjart­anu í lag­inu eins og Guð eft­ir Jón Atla Jónas­son
SOL eft­ir Hilmi Jens­son og Tryggva Gunn­ars­son

Sproti árs­ins
María Thelma Smára­dótt­ir
Matth­ías Tryggvi Har­alds­son
Sig­ríður Vala Jó­hanns­dótt­ir
Sól­ey Ómars­dótt­ir
Óperu­dag­ar

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing