Íslensku sviðslistaverðlaunin Gríman voru afhent í gærkvöldi í Þjóðleikhúsinu. Sýnt var frá hátíðinni sem var hin glæsilegasta, í beinni útsendingu á RÚV. Uppfærsla Borgarleikhússins á Ríkharði III. eftir William Shakespeare hlaut flest verðlaun, sex talsins.
Sjá einnig: Börnin í Matthildi með magnað skemmtiatriði á Grímunni – Sjáðu myndbandið
Sýningin Ríkharðu III var með flestar tilnefningar fyrir kvöldið, átta talsins, og verður að teljast óumdeildur sigurvegari kvöldsins. Sýningin var valin sýning ársins ásamt því að hljóta verðlaun fyrir besta leikstjóra, leikara í aðalhlutverki, leikmynd, búninga og lýsingu.
Sýningin Súper eftir Jón Gnarr fékk engin verðlaun þrátt fyrir sjö tilnefningar. Hér að neðan má sjá lista yfir verðlaunahafa:
Grímuverðlaunin 2019
Sýning ársins: Ríkharður III
Leikrit ársins: Club Romantica
Leikstjóri ársins: Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir Ríkharð III
Leikari ársins í aðalhlutverki: Hjörtur Jóhann Jónsson fyrir Ríkharð III
Leikkona ársins í aðalhlutverki: Sólveig Guðmundsdóttir fyrir Rejúníon
Leikari ársins í aukahlutverki: Stefán Hallur Stefánsson fyrir Samþykki
Leikkona ársins í aukahlutverki: Vala Kristín Eiríksdóttir fyrir Matthildi
Leikmynd ársins: Ilmur Stefánsdóttir fyrir Ríkharð III
Búningar ársins: Filippía I. Elísdóttir fyrir Ríkharð III
Lýsing ársins: Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir Ríkharð III
Tónlist ársins: Daníel Bjarnason fyrir Brothers
Hljóðmynd ársins: Karl Olgeirsson, Aron Þór Arnarson og leikmunadeild Þjóðleikhússins fyrir Einræðisherrann
Söngvari ársins: Herdís Anna Jónasdóttir fyrir La Traviata
Dans – og sviðshreyfingar ársins: Lee Proud fyrir Matthildi
Dansari ársins: Bára Sigfúsdóttir fyrir The Lover
Danshöfundur ársins: Bára Sigfúsdóttir fyrir The Lover
Útvarpsverk ársins: SOL
Sproti ársins: Matthías Tryggvi Haraldsson
Barnasýning ársins: Ronja ræningjadóttir
Heiðursverðlaun Sviðslistasambands: Þórhildur Þorleifsdóttir