Auglýsing

Ríkissáttasemjari setur fjölmiðlabann á sjómenn og útgerðarmenn, kjaradeilan enn í hnút

Ríkissáttasemjari hefur sett samninganefndir sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í fjölmiðlabann.

Sáttafundur fór fram í kjaradeilu sjómanna í dag og var honum slitið þegar hann hafði staðið yfir í einn og hálfan tíma. Engin niðurstaða var af fundinum.

Vísir greinir frá.

Einn og hálfur mánuður er liðinn frá því að sjómenn lögðu niður störf og íslenski flotinn sigldi til hafnar.

Þann 23. janúar slitnaði upp úr viðræðum samninganefndanna. Samkvæmt lögum ber ríkissáttasemjara að boða til sáttafundar innan tveggja vikna frá viðræðuslitum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing