Friðrika Hjördís Geirdóttir, betur þekkt sem Rikka, stefnir á að vera í grunnbúðum Everest í dag ásamt kærasta sínum Haraldi Erni Ólafssyni, pólfara.
Grunnbúðirnar eru í 5.364 metra hæð yfir sjávarmáli. Stefna þau einnig á Kala Pattar (5.600 m) á morgun.
Rikka að leggja í hann…
Haraldur Örn fagnaði 45 ára afmæli sínu í 5.000 metra hæð í gærkvöldi en um þessar mundir eru tæp fimmtán ár síðan hann náði toppi Everest, líkt og kemur fram á Instagram-síðu Rikku.
Rikka og Haraldur ferðast með hópi fólks frá Fjallafélaginu.