Risastór stytta af persónu Jeff Goldblum úr kvikmyndinni Jurassic Park var reist í London í gær. Það var breska streymisveitan NOW TV sem lét reisa styttuna hjá Tower Bridge en tilefnið er að 25 ár eru liðin síðan fyrsta myndin var frumsýnd.
Styttan er byggð sérstaklega á einu atriði úr kvikmyndinni þar sem persóna Goldblum, vísindamaðurinn Dr. Ian Malcolm, sést halla sér aftur með skyrtuna fráhneppta, mullet hárgreiðslu og kynþokkafullan svip.
Atriðið er orðið að frægu meme á Internetinu og kallast „Sexy Jeff Goldblum“
Styttan er engin smá smíði en hún er rúmlega sjö metrar á lengd, þriggja metra há og vegur 150 kíló
25 years ago, Jurassic Park (and one of the best moments in movie history) was born ??
A quarter of a century later, we introduce you to #JurassicJeff ??#JurassicPark pic.twitter.com/8yFZY5AtCU
— NOW TV (@NOWTV) July 18, 2018
Leikarinn knái tjáði sig um styttuna á Instagram-síðu sinni í gærkvöldi og virtist heldur betur ánægður með hana.
Hann lýsti því yfir að hún fengi 10 Goldblum af 10 mögulegum og gaf henni 10 stjörnur í þokkabót
Styttan sló strax í gegn og keppist fólk um að fá mynd af sér hjá henni
Met Jeff Goldblum #jurassicjeff pic.twitter.com/WVs1O9hRTh
— Carraig (@carraigss) July 18, 2018
Now I see him, he's the most beautiful thing I ever saw. #jurassicjeff @NOWTV pic.twitter.com/KIMAQnBFg7
— Meganium (@megnaan) July 18, 2018
Styttan verður við Tower Bridge til 26. júlí þannig að þeir sem vilja berja hana augum hafa viku til þess.