Auglýsing

Risavaxinn pollur hefur myndast í Elliðaárdalnum, hlaupari lét vatnselginn ekki stoppa sig

Elliðaárdalur er farinn að láta á sjá eftir rigningu vikunnar sem hefur verið óvenju mikil. Vegfarendur hafa veitt stórum polli, sem myndast hefur á við hringtorg í dalnum þar sem fjórir stígar mætast, athygli í morgun.

Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir átti leið um svæðið í morgun og smellti mynd af hlaupara sem hljóp í gegnum vatnsflauminn.

Hún segir hlauparann algjöra hetju og vill gjarnan hafa upp á honum og gefa honum bjór, segir hún í samtali við Nútímann. Sjáðu myndina af hlauparanum hér að ofan. 

Sjá einnig: Veðurfræðingur hvetur fólk til að klæða sig vel: „Það rignir stöðugt fram á fimmtudag.“

„Stígurinn í gegnum allan dalinn er á floti, dalurinn er bara allur á floti,“ segir hjólareiðamaðurinn Bjarni Már Gylfason.

Hann segir að hjólreiðamenn verði að fara varlega, enda er auðvelt að missa stjórn á hjólinu þegar farið er of hratt í gegnum stóra polla.

Hann birti myndskeið á Facebook sem hann tók í Elliðaárdalnum um kl. 9 í morgun við undirgöng sem tengja saman nýju göngu- og hjólastígana í gegnum dalinn og stíga upp í Fossvoginn. Undirgöngin eru önnur af tveimur við Sprengisand.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing