Auglýsing

Risavaxni lundinn Palli skýtur upp kollinum á Keflavíkurflugvelli: „Hvert erum við komin sem samfélag?“

Í kjölfar fjölgunar ferðamanna hefur svokölluðum lundabúðum sem selja lundabangsa og aðra minjagripi fjölgað mikið, mörgum til ama. Ekkert lát virðist þó vera á fjölgun lunda hér á landi því nú hefur einn slíkur skotið upp kollinum á Keflavíkurflugvelli. Bókstaflega.

Sjá einnig: Lundabúðirnar eru í alvöru að selja mjög mikið af lundum, sjáðu myndbandið

Lundinn sem heitir Palli hefur hlotið talsverða athygli frá því að hann var settur upp í komusal flugstöðvarinnar. Palli minnir ferðamenn á það að hægt er að kaupa lundabangsa í Flugstöðinni á leiðinni heim.

Ein þeirra sem vakti athygli á Palla er Twitter notandinn, Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir, en hún birti mynd af Palla á Twitter-síðu sinni og spurði hvert við værum komin sem samfélag.

Annar Twitter-notandi, S. Mikael Jónsson virðist ánægður með Palla og vill sjá hann á fleiri stöðum og kemur með nokkrar frábærar tillögur

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing