Auglýsing

Ritstjóri og sérfræðingur smakka Euroshopper bjór í beinni útsendingu á Nútímanum

Uppfært: Smökkuninni er lokið en þú getur horft á útsendinguna hér fyrir neðan.

Sala á Euroshopper bjór hófst nýlega í Vínbúðunum. Bjórinn hefur vakið mikla athygli en hann er 4,6% og hálfur líter kostar aðeins 239 krónur. Bjórinn er því sá ódýrasti í Vínbúðunum, eftir því sem Nútíminn kemst næst.

En hvernig smakkast hann? Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans og bjórsérfræðingurinn Sveinn Waage ætla að smakka Euroshopper bjórinn í beinni útsendingu sem hefst klukkan 15 hér fyrir neðan.

Myllumerkið #smökkun er notað til að halda utan umræðuna á Twitter. Endilega takið þátt. Dagdrykkjufólk er sérstaklega hvatt til að næla sér í dós, smakka með og segja frá upplifun sinni á Twitter. Þá eru þau sem hafa smakkað einnig hvött til að lýsa reynslu sinni af bjórnum ódýra.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing